sunnudagur, mars 26, 2006

Fyrir brjóst Sölva

Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur og einn meðlima dómnefndar í Íslandsmeistaramóti Nýhils í ömurlegri ljóðlist, skrifar um reynslu sína af dómnefndarstörfunum í Lesbók Morgunblaðsins, undir titlinum "Heldur það versta en það næstbesta?". Í ádrepu Sölva segir meðal annars: "Mér leiddist að lesa keppnisljóðin enda stóðu þau flest ef ekki öll vel undir nafni - klisjukennd og ömurleg; því ömurlegri sem þau urðu lengri. Eftir því sem á leið lesturinn glataði ég allri sýn á hvað keppnin stæði fyrir eða hvað knýði fólk til þess að yrkja vísvitandi ömurlega; nógu margir gera það án þess að leiða að því hugann. [...] En það var athyglisvert að sjá hvað fólk bar á borð sem ömurleika í keppninni: Hugsunarlaust rím og ambögur voru algengar, bull og súrrealismi einnig sem mér þótti skást - eða verst (minnst ömurlegt) eftir því hvernig á það var litið. Sumir rembdust mikið og tóku sér meðvitaðar írónískar afbakanir á hendur. Mér fannst stundum eins og hroki ljóðanna væri farinn að nálgast allverulega ömurleikann sem þeim var ætlað að gagnrýna. Því er ekki sýnu skárra að yrkja illa og meina bara gott með því en að yrkja illa með þann einráða ásetning að forsmá fleiri en bara sjálfan sig?"

Grein Sölva má nálgast í heild sinni í Lesbók Morgunblaðsins, 25. mars 2006. Sigurljóðin þrjú í keppninni má lesa
hér á síðunni, ásamt umsögnum dómnefndar.

Engin ummæli: