mánudagur, mars 27, 2006

Flúxus á ÚBÚ

Nýhil vill nota tækifærið og benda góðlátlegum, fallegum, velmeinandi og harðduglegum lesendum sínum á að UBU-vefurinn (www.ubu.com) hefur nýlega bætt í veglegt safn sitt nokkrum flúxus-stuttmyndum frá listamönnum á borð við Dick Higgins, Yoko Ono, George Brecht, John Cale og fleiri. Myndirnar, sem eru allt frá tíu sekúndum upp í tíu mínútur, eru allar frá sjöunda áratugnum, og eiga sumar hverjar að vera lúppaðar. Nýhil minnir líka á allt hitt sem UBU býður upp á, ljóð, upplestra, myndir, stuttmyndir og allt það. UBU er best í heimi, og allt saman ókeypis. Smellið hér til að sjá Flúxusinn.

Engin ummæli: