þriðjudagur, mars 07, 2006

Deilt með tveimur

Áhugamenn um menningu og pólitík, að ekki sé minnst á allan þann fjölda atvinnumanna í þessum greinum sem liggja á þjóðinni líkt og ótal samviskur, ættu að vera sér vel vitandi um ritdeilu þá sem átt hefur sér stað milli hins ódanselska fyrrum norðurlandameistara í bókmenntum, Sjón(s)/(ar), og ástsæla nýhilíska ljóðskáldsins með gráa hárið, Hauks Más Helgasonar. Nú síðast svaraði Haukur Már Sjón(i) í Fréttablaðsgrein á næstu opnu við þar sem G.Andri Thorsson Vilhjálmssonar gafst upp á hlaupunum og orti sér uppgjöf undir kalstjörnu banalitetsins: Jótlandspósturinn má það sem hann má það sem hann má. Er rós.

Fyrstu grein Hauks Más, Stríðið langa og siðferðisvísitalan Egill Helgason, má lesa á Kistunni.

Svargrein Sjón(s)/(ar), Vandlætara svarað, má lesa á vef bókaforlagsins Bjarts.

Svar Hauks við svargrein Sjón(s)/(ar), Trölli stelur málfrelsinu, má svo lesa á Hvalveiðislóðum.

Engin ummæli: