þriðjudagur, mars 14, 2006

Fyrsta umsögn dómnefndar

Fyrsta umsögn dómnefndar í Íslandsmeistaramóti Nýhils í ömurlegri ljóðlist er um ljóðið EYÐNI eftir Ívar Pétursson. Ljóðið hljómar svo:

EYÐNI

kongó tógó fílabeinströndin
allir eru með eyðni
hvernig væri að uppfræða þau
svo engin þeirra deyji

Ívar Pétursson

Dómnefnd segir: "Þetta stutta ljóð sameinar stök ósmekklegheit í meðhöndlun sérlega harmþrungins umfjöllunarefnis og félagslega raunsætt raunavæl hins vestræna móralisma. Þá er vísað til lagsins "Everyone has AIDS" úr dúkkukvikmyndinni Team America: World Police sem gefur þessu öllusaman frekar slepjulega póstmódernískan blæ."

Engin ummæli: