þriðjudagur, mars 28, 2006

Nýhil, Gamlhil, Edinborg og Vör

Næstkomandi fimmtudag koma saman hinar öflugu samsteypur Nýhil og Gamlhil, og skemmta ásamt fleirum á bókmenntahátíðinni Vestanvindum á Ísafirði sem að þessu sinni er tileinkuð Jóni úr Vör. Þar mun Andrea Sigrún Harðardóttir flytja erindi um Jón og að öllum líkindum les hinn mikilúðlegi vestfirski leikari Páll Loftsson kvæði kappans. Jón úr Vör er auðvitað Vestfirðingur eins og allir vita, Patreksfirðingur sem orti sitt merkasta verk um heimabyggðina og Fóstra sinn. Frá Nýhil mæta Eiríkur Örn Norðdahl, sem búsettur er vestra, og Haukur Már Helgason, sem er búsettur á Vesturgötunni, en fulltrúi Gamlhils í gamaninu verður hinn víðsjárverði Haukur Ingvarsson. Sem er búsettur hjá Jónadab.

Dagskráin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, og hefst klukkan 20:30.

Engin ummæli: