miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Hannes strax í 9. sæti!


Landsmenn hafa augljóslega beðið spenntir eftir fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurssonar, Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin kom í búðir seinnipart mánudags (20. nóv) og á metsölulistanum sem gerður er út frá sölu dagana 15.11-21.11. í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar rauk hún beint í 9. sætið yfir handbækur, fræðibækur og ævisögur! Það verður því mjög spennandi að sjá hvernig bókinni vegnar í næstu viku, en miðað við þessar fyrstu tölur má reikna með því að hún klifri allverulega upp listann.

Þess má geta að Hannes - Nóttin er blá, mamma fæst aðeins í bókabúð Mál og menningar á Laugavegi og Pennanum-Eymundsson í Austurstræti. Hún kostar litlar 99 kr. og allur ágóði hennar rennur til Mæðrastyrksnefndar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið verðið að koma með hana í Bóksöluna líka, Hannes kemur þangað á hverjum degi að athuga hvort hún sé ekki komin ...