laugardagur, apríl 01, 2006

Ítalskar nætur e. Tandra Árdal


Nýhil kynnir með gleði nýjasta stolt sitt: Ítalskar nætur eftir Tandra Árdal. Bókin er önnur í röð ljóðabóka Tandra og sú fyrsta sem kemur út hjá Nýhil.
Tandri hefur á undanförnum árum dvalist mestmegnis í Suður-Evrópu, og er bókin afrakstur af dvöl hans í Toscana á Ítalíu. Ítalskar nætur er óður til ástarinnar og listarinnar ekki síður en til fegurðarinnar í ítölsku landslagi og menningu. Í verkinu tekst höfundur á við ást, list, líf og náttúru á harmrænan en oft ljúfsáran hátt.
Um fyrri ljóðabók Tandra, Vindurinn í Provance (Skákprent, 1999), sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins: „Ljóðsjálfið í verkinu er leitandi ferðalangur sem spyr sig líkt og barn frammi fyrir brimróti tímans: Hver er ég? Svörin eru ekki ódýr líkt og ferðalag ljóðsjálfsins leiðir í ljós, en lesandinn verður margs vísari með glöggum augum Tandra Árdal. Með bók þessari sýnir hann fram á ótvíræð tök á háleitum viðfangsefnum.“
Ítalskar nætur, sem er 90 blaðsíður að lengd, fæst í öllum betri bókabúðum á viðráðanlegu verði, en beint frá útgefanda á aðeins kr. 1.150 með því að senda póst á netfangið nyhil@nyhil.org
Í bókinni er m.a. að finna ljóðið „Eilífð“, en það er tileinkað Antonio Santori, einu ástsælasta ljóðskáldi Ítala á 20. öld, sem jafnframt er mikill áhrifavaldur í skáldskap Tandra.



Eilífð

– til Antonios Santoris



Strand lína Toscana – ó, ert þú líkt og útlínur fagurrar konu?

Glepur þú mig kona?

Eilífð ástarinnar, eins og eilífð eilífða

– í þér vil ég gleyma öllu, öllu sem ég hef skilið að baki.

Ég hef nú gefið mig listinni á vald

– hún kemur til mín í draumi, líkt og músa í draumi

Tocchi le mie anche e lascilo amarlo

Li bevo come bottiglia di vino

Ítalía

Faðmur þinn er líkt og faðmur fallegrar konu

Kornin á ströndinni eru líkt og spor lífs míns

Lyktin af vín viðnum er höfug

Hún stígur mér til höfuðs

Líkt og skáldskapur Antonios Santoris

Ég leita

ástarinnar listarinnar

Ég leita þín Ítalía

Engin ummæli: