miðvikudagur, apríl 26, 2006

Rómantískar hrákaslummur

Í gær birtist dómur Davíðs A. Stefánssonar um ljóðabók Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar í DV. Bókin fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir Davíð meðal annars um verkið: "Gamall þrjótur, nýir tímar er ærslafull ljóðabók, stútfull af fortíðarþrá. Draumurinn er að yfirgefa bæði nútímann og alvarleikann sem honum fylgir og hverfa aftur inní náttúruna og barndóminn þar sem er meira en í lagi að elska fegurðina, leikinn og horið sem rennur úr nefinu [...] Leikurinn er ýktur án þess að vera rembingslegur, hann flæðir eðlilega en er ekki sprottinn úr meðvitund um að gera eitthvað öðruvísi. [...] þráðurinn í gegnum bókina er óslitinn og það er tilgangurinn með leiknum og banalítetinu - gróteskan og leikurinn eru notuð til að grafa undan textanum um leið og hann er lesinn."

Dóminn í heild sinni má lesa í DV 25.04.2006. (bls. 20).

Þess má reyndar geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Örvar fær góðan dóm í DV, en hann var valinn einn af fjórum kynþokkafyllstu piparsveinum landsins af blaðinu fyrir fáeinum vikum síðan, ásamt Gilzenegger, Óla Geir "Herra Ísland", og Pétri Jóhanni grínista.

Engin ummæli: