miðvikudagur, apríl 19, 2006

Nýhil brillerar á myspace

Nýhil hefur náð stórkostlegum árangri á Myspace síðustu vikurnar. Búið er að skoða Nýhil-prófælinn alls 279 sinnum þegar þetta er skrifað, Nýhil á 47 vini og hefur fengið fimm komment.

En eins og það væri ekki nóg! Búið er að bæta inn ljóðalestrum á síðuna. Þar má heyra Ófeig Sigurðsson lesa úr óútgefnu meistaraverki sínu Roðanum, það má heyra Böðvar von Brutale syngja lagið Raxö ðiv aná, Haukur Már Helgason fjallar um gereyðingavopn í Írak og Eiríkur Örn Norðdahl mallar naglasúpu. Gera má ráð fyrir að skipt verði reglulega um upptökur og er áhugasömum einfaldlega bent á að fylgjast með.

Engin ummæli: