miðvikudagur, apríl 19, 2006

Nýhil í Laufskálanum


Nýhilistinn Eiríkur Örn Norðdahl var gestur Finnboga Hermannssonar í Laufskálanum á Rás 1 í morgun. Í þættinum stamaði Eiríkur einhverju út úr sér um ljóðlist og Nýhil. Þess má reyndar geta að Eiríkur var í þreyttari kantinum eftir fimm daga rokkhátíð á Ísafirði þegar hann mætti í hljóðstofu svæðisútvarpsins. Heyra má viðtalið við Eirík á vef Ríkisútvarpsins næstu tvær vikurnar. Smellið hér.

Engin ummæli: