miðvikudagur, apríl 19, 2006

Óttar Martin sigurskáld!


Í ljós hefur komið að einn þátttakenda í ljóðasamkeppni Eddu og Fréttablaðsins er úr röðum Nýhils. Um er að ræða engan annan en hinn knáa Óttar Martin Norðfjörð. Óttar etur í dag kappi við Grapevine-blaðamanninn Atla Bollason, þann arma hund sem vafalaust fær að hníga í duftið fyrir ljóðrænum almætti Óttars. Nýhil segir: Sendið smáskilaboðin JA L3 í síma 1900, og verið með sigurvegaranum í liði.

Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Óttar sé ekki eini Nýhilistinn í átta manna úrslitum keppninnar. Við bíðum spennt eftir að sjá framhaldið...

Þess má svo geta að á minnsta kosti tveimur bloggum er bloggað um ljóðin. Annars vegar er það Eiríkur Örn Norðdahl, og hins vegar Ásgeir H. Ingólfsson. Fréttablaðið, með ljóðum dagsins, má lesa á www.visir.is.

Engin ummæli: