föstudagur, apríl 21, 2006

Hildur sigurskáld!

Nú er komið í ljós hver er seinni Nýhilistinn í ljóðasamkeppni Eddu og Fréttablaðsins, og er það engin önnur en Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem sveiflar sér fram á ljóðvöllinn með kvæðið Sweet Jane - ósigrandi bítkvæði sem minnir einna helst á Frank O'Hara á góðum degi.

Nýhil segir: JA L7 í síma 1900.

Eins og áður hefur verið sagt frá tekur Óttar Martin Norðfjörð líka þátt, en eftir á að tilkynna um glæstan sigur hans á Atla Bollasyni.

Myndin hér að ofan er af Hildi við upplestur á kajanum í Bolungarvík í hávaðaregni, og ef maður leggur vel við hlustir má heyra í strumpum... nei stórvirkum vinnuvélum sem mylja undir sig allt heilagt og gott fáeinum metrum aftar á höfninni.

Engin ummæli: