föstudagur, apríl 07, 2006

Hver er iðnaðarmaðurinn?


Undirbúningur fyrir opnun Nýhilbúðarinnar stendur nú sem hæst, og hafa meðlimir flykkst upp á Laugaveg til að mála, setja upp hillur og hlaða inn húsgögnum. Við þessi störf hefur Nýhil notið dyggrar aðstoðar rafvirkjans hugljúfa, Friðriks Sólness. En það er þó ekki hinn löggilti rafvirki sem á heiðurinn af þessari glæsilegu 'skoru' – heldur einn af meðlimum Nýhils. Spurt er: Af hverjum er myndin, hver er þessi Nýhilmeðlimur sem gæti átt framtíðina fyrir sér sem iðnaðarmaður?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta Tandri?

Nafnlaus sagði...

þetta er knaparass, hlýtur að vera Tandri spilar hann ekki póló?

Nafnlaus sagði...

Er þetta kannski St?

Hildur Lilliendahl sagði...

Er þetta nógu nett til að vera HMH? Klæðaburðurinn minnir einna helst á hann.