miðvikudagur, apríl 05, 2006

Dásamlegar hríðir Nýhilbúðarinnar

Það er allt að verða vitlaust í Nýhilbúðinni, sem opnar eftir fáeinar vikur. Eins og áður hefur komið fram er Nýhil að gera dauðaleit að íslenskum sjálfsútgáfuljóðabókum til að selja í búðinni auk þess sem verið er að ganga frá pöntunum á erlendum titlum eftir framúrstefnuskáld á borð Christian Bök og Kenneth Goldsmith, en Bök heimsótti einmitt Ísland í boði Nýhils síðasta sumar og gerði alla agndofa sem hlýddu á upplestur hans í Klink&Bank, þeim heitna kúltúrkastala. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er unnið hörðum höndum að uppsetningu búðarinnar, en þessi káti maður með pensilinn er enginn annar en Viðar Þorsteinsson, hinn knái.

Auk þess að árétta þá bón okkar að sjálfsútgáfu- og smáútgáfuskáldin hafi samband við okkur (nyhil@nyhil.org) til að koma bókum sínum í sölu, langar Nýhil að bjóða velunnurum sínum að koma með innlegg í lager búðarinnar með því að stinga upp á áhugaverðum erlendum ljóðabókum til innkaupa. Sama netfang gildir fyrir uppástungurnar að sjálfsögðu. Mais bien sur.

Engin ummæli: