miðvikudagur, apríl 05, 2006

Þetta kvak

Annað erindi þjóðsöngs Íslendinga virðist að nokkru hafa fallið í gleymsku. Meðlimir Nýhil kannast ekki við að hafa heyrt þetta erindi það sem af er öldinni og þykir því ekki seinna vænna, á þeim Drottins degi 5. apríl 2006, að vekja athygli á því kvaki:

Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
:/: Íslands þúsund ár :/:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Engin ummæli: