mánudagur, apríl 10, 2006

Okkur vantar svo kassa og búðarborð

Hæ hó. Er ekki einhver þarna úti sem á kassa, löggiltan, notaðan, sem hann langar til að gefa Nýhil í nýju búðina sína? Nú eða jafnvel fínt búðarborð? Við tækjum slíku fegins hendi. Humm humm. Nýhil.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er það ekki bara Góði hirðirinn?

Nafnlaus sagði...

Hirðirinn er ekkert svo góður lengur, þar finnst í öllu falli ekkert búðarborð og alveg örugglega enginn peningakassi. Þar fundust hins vegar tveir standlampar sem standa e.t.v. einhver misseri í viðbót.

Nú ef einhver á nothæfa verðmerkingarvél, þá má sá hinn sami gjarnan hafa samband.

Þór

Nafnlaus sagði...

Skohh.... það er spurning með að sjá möguleikana í einhverju sem gæti mögulega verið búðarborð. En varðandi hitt, er ekki posi eina græjan sem vantar?