fimmtudagur, apríl 06, 2006

G.Eva valtaði yfir keppinautana!

Guðrún Eva Mínervudóttir hefur lagt íslenskar bókmenntir að fótum sér með stórvirkinu Yosoy. Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss, og hefur nú hlotið menningarverðlaun DV að auki . Nýhil er hæstánægt með þessa niðurstöðu, sem þykir sérlega verðskulduð meðal færustu sérfræðinga Nýhils í bókmenntum, stórkostlegheitum og almennri velferð mannkyns. Nú keppist hver kjaftur við að komast að kinnum G.Evu til hamingjuóska og knúserís, og má til sanns vegar færa að framkvæmdastjóri Nýhils, Þór Steinarsson, hafi verið allra kjafta fyrstur er hann smellti einum á skáldkonuna mikilfenglegu í ágúst síðastliðnum.

Hipp hipp húrra! Hipp hipp húrra! Hipp hipp húrra!

Engin ummæli: