miðvikudagur, apríl 19, 2006

Norrænar bókmenntir heiðraðar á Bókakápunni 2005!



Hönnun ljóðabókaseríu Nýhils, Norrænar bókmenntir, hlaut í dag sérstaka viðurkenningu fyrir athyglisverða bókaframleiðslu á verðlaunaafhendingu prentsmiðjunnar Odda, 'Bókakápan 2005'. Myndskreytingu og hönun bókanna önnuðust þau Kristín Eiríksdóttir, Haukur Már Helgason og Örvar Þ. Smárason, sem veitti viðurkenningunni og sérlegum verðlaunagrip móttöku, auk blóma og kossaregns. Dómnefnd hafði þau orð um útlit seríunnar að það 'sendi allri upphafningu langt nef'. Húrra, og til hamingju Stína, Haukur og Örvar!

Engin ummæli: