föstudagur, apríl 07, 2006

Sigurvegari úr vonduljóðakeppninni gerir það gott á erlendri grundu!

Dagblaðið Guardian auglýsti á dögunum eftir ljóðum í hækuformi sem fjölluðu um gjaldmiðilinn evruna. Ein þeirra hækna sem valin var í hóp allra bestu hæknanna var eftir Örn Úlfar nokkurn Sævarsson, sem eins og margir kannski muna lenti í öðru sæti í Íslandsmeistaramóti Nýhils í ömurlegri ljóðlist, með ljóð sitt Ömurlegasta ljóð á Íslandi. Örn er í kjölfar Íslandsmeistaramótsins farinn að gera það gott erlendis, og óskar Nýhil honum hjartanlega til hamingju með árangurinn.

Hæka Arnar Úlfars hljómar svo:

Maybe it will hold
The new european gold
Just like we were told

Nálgast má aðrar evruhækur sem þóttu góðar á heimasíðu Guardian.

Engin ummæli: