miðvikudagur, maí 03, 2006

Konkret í NoD

Nýhilistinn Eiríkur Örn Norðdahl er meðal þeirra sem eiga ljóð í nýjasta tölublaði kanadíska ljóðatímaritsins NoD magazine. Ljóð Eiríks er konkretljóð í tólf myndum sem verður í ónefndri ljóðabók sem von er frá skáldinu nú í haust, og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er um púsluspilsljóð að ræða. Til að komast að því hvað stendur á púsluspilinu verða menn hins vegar annað hvort að kaupa NoD eða bíða eftir bókinni.

Engin ummæli: