mánudagur, maí 08, 2006

Nýhil með á Hressó

Þrír Nýhilistar taka þátt í ljóðakvöldi á Hressó annað kvöld. Þau Hildur Lilliendahl og Haukur Már Helgason lesa upp, og Viðar Þorsteinsson gegnir hlutverki kynnis. Í fréttatilkynningu segir:

"Þriðjudaginn 9.maí, kl.20:30 er ljóðakvöld á Hressó. Þar leiða saman hesta sína Ljóð.is, Nýhil og List án landamæra. Fjöldi frábærra ljóðskálda með ólíkan bakgrunn koma fram, útgefin og óútgefin, hömluð og óhömluð, fötluð og ófötluð. Hamlanir kvöldsins eru afstæðar, hvort sem er skortur á mætti í fótum eða hamlanir á tilfinningasviðinu.

Ljóðin verða túlkuð jafnóðum af táknmálstúlkum en kynnir kvöldsins er Viðar Þorsteinsson."

Ljóðskáld kvöldsins eru:

Hildur Lilliendahl,
Bjarni Bernharður,
Hallur Þór Halldórsson
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir,
Magnús Korntop,
Haukur Már Helgason
Skúli Steinar Pétursson
og Björk Þorgrímsdóttir.

Engin ummæli: