þriðjudagur, maí 09, 2006

Tíu þúsund tregawött


Nýhil vekur athygli á nýju vefriti um ljóðlist, Tíu þúsund tregawött, sem hefur aðsetur hér: www.10000tw.blogspot.com.
Þar verður birt alls lags efni um ljóðlist, íslenska og erlenda, gamla og nýja, framúrstefnu og hefðbundna, og hefur þegar nokkuð birst af efni þó ritið sé einungis þriggja daga gamalt. Að ritstjórn þessa nýja vefrits standa Ásgeir H. Ingólfsson, bókmenntafræðingur, Eiríkur Örn Norðdahl, ljóðskáld, Hildur Lilliendahl, ljóðskáld, Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og Ingólfur Gíslason, stærðfræðingur. Óbreyttum netnotendum og ljóðaunnendum viljum við benda á að heimsækja síðuna.
Ljóðskáldum, bókmenntafræðingum, þýðendum og ljóðaunnendum er bent á að senda inn efni; nánari upplýsingar þar um á: http://10000tw.blogspot.com/2006/05/ritstjrn.html

Engin ummæli: