þriðjudagur, maí 30, 2006

Helgi J. Hauksson myndar Nýhil

Ljósmyndarinn Helgi J. Hauksson var meðal þeirra sem mætti á glæsilega opnun Ljóðabókaverzlunar Nýhils þann 20. maí síðastliðinn. Helgi beitti kubbnum af fádæma listfengi og nákvæmni, eins og hann á ættir til, og má nú sjá afrakstur þess á síðu Helga: http://www.bsh.is/Nyhil/. Á myndinni sem er hér til hliðar, sem er ein þeirra sem Helgi tók, má sjá þá Hauk Má Helgason, stofnfélaga í Nýhil og Þór Steinarsson, framkvæmdastjóra Nýhils, ræða eilífðina við listaskáldið vonda, Sigurð Pálsson.

Engin ummæli: