föstudagur, desember 15, 2006

Óttar áritar Hannes


Á morgun, laugardaginn 16. des., mun Óttar M. Norðfjörð árita nýútkomna ævisögu sína, Hannes - Nóttin er blá, mamma í bókabúð Máls og menningar á Laugarveginum.

Fyrsta bindi þessa meistaraverks hefur verið í efsta sæti metsölulistans í flokki ævisagna, handbóka og fræðirita nokkrar vikur í röð. Og í öðru sæti á sama lista yfir alla flokka, hársbreidd á eftir Konungsbók eftir Arnald Indriðason.

Áritunin hefst kl. 14.00 og eru allir velkomnir.

Engin ummæli: