miðvikudagur, desember 06, 2006

Þögnin rofin


Blaðamaðurinn og ritstjóri Menntaskólablaðsins Verðandi, Sindri Freyr Steinsson, tók viðtal við ævisagnaritarann Óttar M. Norðfjörð í nýjasta hefti blaðsins. Þar kemur margt nýtt og skemmtilegt fram, meðal annars vangaveltur Hannesar Hólmsteins Gissurssonar um nýútkomna ævisögu, en Sindri leitaði til hans vegna viðtalsins. Aðspurður um ævisöguritun Óttars sagði Hannes :

"Ég hef nákvæmlega ekkert við það að athuga, að Óttar M. Norðfjörð gefi út þennan fjölritaða bækling um mig. Það hafa aðrir gefið slíka fjölritaðabæklinga út áður, þótt þeir hafi af einhverjum ástæðum ekki fengið bókabúðir til að selja þær fyrir sig. Ég tel, að oft hafi verið valin ómerkilegri viðfangsefni í bókum! Ég myndi líka hafa ágætan húmor fyrir framtakinu, ef þessi bæklingur væri skrifaður af húmor, en svo er því miður ekki. En ég óska Óttari alls góðs á rithöfundarbrautinni, þótt fyrstu skrefin hafi eftil vill ekki verið mjög örugg."

Já, þögnin er svo sannarlega rofin og ekki ber á öðru en að Hannes taki uppátækinu bara vel. Það má svo sem hnýta í tal Hannesar um bókina sem "bækling" en Nýhil fyrirgefur það.

Þess má geta að Menntaskólablaðið Verðandi er fríblað og dreift um alla framhaldsskóla landsins og það fer líka í almenna fríblaðadreifingu á höfuðborgarsvæðinu, á kaffihúsum og fleiri almenningsstöðum.

Engin ummæli: