föstudagur, desember 08, 2006

Eitur fyrir byrjendur: „gríðarlega vel skrifuð“


Eitur fyrir byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl hefur hlotið einstaklega góðar viðtökur gagnrýnenda líkt og tíundað hefur verið hér á blogginu, og nú síðast í DV 8. desember. Sigríður Albertsdótti ritar þar mjög lofsamlegan dóm og segir m.a.:
„Eitur fyrir byrjendur … er saga sem tekur verulega á taugarnar og því tæpast fyrir viðkvæmar sálir enda vílar Eiríkur Örn ekki fyrir sér að skyggnast inn í myrkustu hugskot mannsins og draga þaðan út alls kyns sora og perragang. En sagan er gríðarlega vel skrifuð … Í Hugsjónadruslunni sýndi Eiríkur Örn Norðdahl snilldartakta en bætir hér um betur og sýnir svo ekki verður um villst að hann er höfundur sem er kominn til að vera.“

Engin ummæli: