fimmtudagur, desember 21, 2006

Húðlit auðnin prísuð og lofsungin


Ritdómur birtist þann 20. desember í Morgunblaðinu um ljóðabókina Húðlit auðnin eftir Kristínu Eiríksdóttur sem út kom hjá Nýhil fyrr á árinu. Ritdómari fer lofsamlegum orðum um bókina og segir hana "sterkt og hnitmiðað verk" sem "vitnar um ótvíræða hæfileika ungs skálds." Kaupa má bókina á netinu hér og í ljóðabókaverslun Nýhils á Klapparstíg 25 (í plötubúð Smekkleysu).

Engin ummæli: