mánudagur, september 17, 2007

Póstmódernískur sitúasjónisti þýðir Baudelaire, en kemur líka á ljóðahátíð

Surrealism meets poetry-as-noise meets 17th century dissidents and refusers. Teasing hints of folk classics (she walked through the fair) are inserted into chance texts and suggestive vocabulary which may just lead you up a garden path. Sometimes the ride is worthwhile but hold onto your hat. - Steve Spence um Blade Pitch Control Unit eftir Sean Bonney

Einn af dularfyllstu gestum Alþjóðlegu Ljóðahátíðar Nýhils sem fram fer 12.-14. október næstkomandi er Bretinn snarhenti Sean Bonney. Bonney yrkir prósa og ljóðrænu af margvíslegum toga, og er ef til vill þekktastur fyrir framúrstefnulegar og undirfurðulegar "þýðingar" sínar á ljóðum Baudelaires, sem birtar hafa verið hinu virta ljóðavefriti Onedit. Prósaverk Seans eru hins vegar meira í ætt við einhvers konar póst-módernískan sitúasjónisma, en ljóð sem nú hefur birst á Tregawöttum ber því ágætis vitni.

Engin ummæli: