þriðjudagur, september 11, 2007

Gestir ljóðahátíðar byrjaðir að rokka

Einn af þeim ástsælu rithöfundum sem sækir landið heim í tilefni 3ju ljóðahátíðar Nýhils er kraftaköggullinn Linh Dinh. Hann er marverðlaunaður bæði sem prósahöfundur og ljóðskáld, en verk hans eru oftar en ekki refleksjónir um gildrur tungumálsins. Sjálfur er Dinh tvítyngdur, fæddur í Víetnam en uppalinn í BNA. Hann hefur tekið að blogga hér. Á Tregawöttunum má einnig sjá Linh Dinh lesa upp.

Þá hefur Eiríkur Örn Norðdahl snarað ljóði eftir Svíann hugumprúða Leif Holmstrand yfir á íslensku, og birt á þeim sömu Tregawöttum. Leif er rithöfundur sem jafnframt hefur gert það gott á öðru sviði, líkt og á við marga meðlimi Nýhiles -- en Leif þykir mjög upprennandi myndlistarmaður í Svíþjóð.

Engin ummæli: