þriðjudagur, október 02, 2007

Nýjustu fregnir af Ljóðahátíð - katalógur, dagskrá, nýjar þýðingar


Dagskrá ljóðahátíðar er farin að taka á sig mynd og má nú hlaða niður PDF-skjali af katalóg hátíðarinnar hér.

Dagskráin er svo á laufléttri jpg-mynd hér, og á textaformi í færslunni hér að ofan.

Marta Guðrún Jóhannesdóttir fjallaði um nokkra gesti ljóðahátíðar í útvarpsþætti sínum Seiður og hélog á Rás 1 síðastliðinn sunnudag, og skal mælt með áhlustun hans af mikilli geðshræringu, hér.

Tregawöttin, hinn dyggi fjölbiðill ljóðahátíðar Nýhils, standa vaktina og bæta grimmt í sarp þýðinga á verkum eftir gesti hátíðarinnar. Nýjustu aðföng eru ljóðið „Á morgun eru kerfin aftur til“ eftir Lars Skinnebach og brot úr Víðum lúr fyrir fiðrildafræðinga eftir Angelu Rawlings.

Þá skal minnt á að til að sjá allt ljóðahátíðar-tengt efni á Tregawöttum nægir að smella hér.

Engin ummæli: