fimmtudagur, október 11, 2007

Upplestur á Súfistanum á laugardag

Í tilefni af þriðju alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils og væntanlegri bókaútgáfu skáldahópsins, er blásið til upplestrarveislu klukkan 15 nk. laugardag – herlegheitin fara fram á Súfistanum í bókabúð Máls og menningar Laugavegi. Þar munu tveir gesta hátíðarinnar, Angela Rawlings og Linh Dinh koma fram, auk þess sem Nýhilskáldin Eiríkur Örn Norðdahl, Gísli Hvanndal og Ingólfur Gíslason lesa upp úr verkum sínum, sem koma út innan skamms. Með kaffinu verður því boðið upp á ljóð og prósa í hæsta gæðaflokki, íslensku jafnt sem útlenskuna og að sjálfsögðu bækur með sérstökum afslætti. Að venju verður enginn svikinn af frumleika og skemmtun þegar Nýhil er annars vegar.

Engin ummæli: