laugardagur, október 13, 2007

Lars Skinnebach fangað með kyndlum og heykvíslum


Ljóð Lars Skinnebachs, „Lestu mig. Ég er með stór brjóst“ sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur um síðustu helgi, hefur vakið mikla gleði hjá landsmönnum. Harpa Hreinsdóttir, bloggari, segir ljóði ekki vera „kvæði fyrir fimm aura“ heldur sé það, þvert á móti, „viðbjóðslegt klám“. Færsluna má lesa í heild sinni hér:
http://harpa.blogg.is/2007-10-06/velsaemi-og-list-og-list/
Ykkar,
Nýhil

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ljóðið var fínt. Fínt ljóð. Ekkert nýtt í gangi, ekkert hneykslanlegt við ljóðið per se en ágætlega ort. Hnykkir þó eflaust í hjá þeim sem ekki lesa neitt, hvað þá ljóð. Annars er hátíðin afar gott framtak hjá ykkur. Salut!