mánudagur, október 08, 2007

Gestur ljóðahátíðar: Angela Rawlings

Angela Rawlings er kanadískt ljóðskáld og fjöllistakona. Hún hlaut bpNichol-verðlaunin fyrir framúrskarandi skrif árið 2001 og hefur haft viðkom víða, þar á meðal hjá Mercury-útgáfunni, Lexiconjury Reading Series, Gargantua-leikhúsinu og í sjónvarpsþáttaröðinni Heart of a Poet. Hún hefur leiðbeint í starfshópum um texta og hljóð í borgarbókasafni Toronto, terminus1525.ca og við Ryerson-háskóla.
Angela ritstýrði safnritinu Shift & Switch: New Canadian Poetry ásamt derek beaulieu og Jason Christie, sem út kom hjá Mercury árið 2005. Fyrsta bók hennar var Wide slumber for lepidopterists, sem út kom hjá Coach House Books árið 2006 og var útnefnd ein af 100 bestu bókum ársins af The Globe and Mail. Bókin sú hlaut ennfremur Alcuinhönnunarverðlaunin og var tilnefnd til Gerald Lampert minningarverðlaunanna. Víður lúr var nýlega þýdd yfir á leikhúsfjalir fyrir leikhúsverkefnið Harbourfront Centre’s Hatch í Toronto.
Angela stundar um þessar mundir rannsóknir á hljóði, texta og hreyfingu með sérstaka áherslu á spuna raddar og snertingar sem hljóðræna vistfræði. Hún býr í Toronto.

„Ljóðlist a.rawlings er af öðru tagi en við erum vön. Nautnum hlaðin frumraun hennar, Víður lúr fyrir fiðrildafræðinga, örvar ekki bara umfjöllunarefni sitt heldur og sjálfan textann, vekur hann – hristir hann á stundum - upp úr geispandi syfjunni. Orðin rísa og hníga, ganga í svefni og hneppa í dá á meðan samspil þagnar og hljóms heldur lesandanum naglföstum við efnið.“
– Wanda O’Connor, Ottawa Xpress, apríl 2006.

* MYNDIR af Angelu í prenthæfri upplausn:
http://www.nyhil.org/images/angela_1.jpg
http://www.nyhil.org/images/angela_2.jpg

* ÞÝÐINGAR á verkum Angelu:
Úr "Víður lúr fyrir fiðrildafræðinga"
"Þvagleki"

* HLJÓÐALJÓÐ eftir Angelu í MP3-formi:
"Prologue" (1:22)

"Egg O Insomnia" (5:39)

"Apnea" (2:46)

Engin ummæli: