mánudagur, apríl 21, 2008

Vika bókarinnar - kauptu bækur ungskáldanna á fáránlegum prís


Ung skáld fagna sérstaklega Viku bókarinnar, Degi bókarinnar og hinni stórhuga Þjóðargjöf sem Félag bókaútgefenda stendur fyrir af því tilefni. Nýhil hvetja bókaunnendur til að beina sjónum að öflugri útgáfu síðustu missera á skáldskap ungra, íslenskra rithöfunda.

Sautján eftirsóknarverðir titlar sem ættu að prýða bókahillur allra sem fylgjast vilja með nýlegum hræringum í skáldskap verða á tilboði -- aðeins tvö verð gilda: kr 299,- og kr 499,-. Með kaupum á einhverri bókanna fylgir auk þess sýnisbókin Ást æða varps að gjöf meðan birgðir endast.

Bækurnar verða fáanlegar á auglýstu tilboðsverði í helstu bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu frá og með þriðjudeginum 22. apríl og fram á sunnudag 27. apríl, eða jafn lengi og hægt er að nýta sér Þjóðargjafar-ávísunina.

Nánari upplýsingar um verð og titla hér:
http://nyhil.org/vikabokar.pdf

Engin ummæli: