miðvikudagur, apríl 30, 2008

Fréttir frá mínu landi - útgáfuteiti

Í tilefni af útgáfu hinnar stórglæsilegu bókar, Fréttir frá mínu landi, býður hinn hugumstóri höfundur, Ármann Jakobsson, til útgáfuteiti nk. föstudag (2. maí). Herlegheitin fara fram í Reykjavíkur-Akademíunni (4. hæð JL-hússins), frá 16-18, og verður vitanlega boðið uppá léttar veigar. Bókin verður fáanleg á vægu verði og eflaust má plata höfundinn til að hripa vinsamleg kveðjuorð í bókina. Það er almennt mál manna að betri byrjun á góðri helgi sé vandfundin.

Gagnrýnendur hafa farið lofsamlegum orðum um bókina og birtast hér nokkur brot:

„Það sem einkennir textana öðru fremur er óvenjulegt sjónarhorn á daglegt líf og góður húmor fyrir bæði tíðarandanum og eigin tilveru.”
- Huldar Breiðfjörð, Viðskiptablaðið

„Ég hef sjálfur haft áhuga á textum af þessu tagi og tel að verk Ármanns sé í hópi allra bestu örsagna sem ég hef lesið lengi. Ég mæli með verkinu í sumarfríið sem er hjá flestum á næsta leiti.”
- Sigurður Gylfi Magnússon, Kistan

„Ármann er gleðigjafi.”
- Gerður Kristný, Mannamál

Engin ummæli: