föstudagur, apríl 25, 2008

Þá er það alvaran


* Þessu fólki er alvara *
- - Upplestur og uppgrip í Bókaverslun Máls og menningar klukkan 15 á laugardag - -

Nýhil efnir til upplestrar í Bókaverslun Máls og menningar, Laugavegi 18, klukkan 15:00 á morgun, laugardaginn 26. apríl. Tilefnið er vika bókarinnar, sumarið og lífið sjálft.

Skáldin sem lesa eru:
* Haukur Már Helgason, sólbrúnn og bísperrtur
* Kristín Eiríksdóttir, rjóð og blóðstorkin
* Ingólfur Gíslason, ábyrgur og rökvís

Mætið tímanlega og hlustið á rithöfundana ógna viðteknum gildum, halla réttu máli og valda usla líkt og svefnlausir vörubílstjórar.

Á það skal minnt að ljóðabækur og skáldsögur Nýhils eru til sölu í öllum bókabúðum með fáheyrðum afslætti á meðan Þjóðargjöf Félags bókaútgefenda gildir. Allar bækur frá 2007 og eldri eru á kr. 299 eða 499. Nánari upplýsingar um það hér: http://nyhil.org/vikabokar.pdf

Gangi ykkur allt í haginn,
Nýhil

Engin ummæli: