þriðjudagur, apríl 08, 2008

Fréttir frá mínu landi


TÍTAN
Skrýtið að kalla ferðatöskur eftir geðvondum risum sem gleyptu börnin sín.


Hinn sómakæri bloggari, íslenskukennari og lífskúnstner Ármann Jakobsson hefur stokkið fram á vígvöll ljóðsins í fullum herklæðum með fulltingi Nýhils í 96 blaðsíðna riti sem ber nafnið FRÉTTIR FRÁ MÍNU LANDI.

Ljóð Ármanns, brynjuð harmrænni fágun, una lesandanum ekki hvíldar fyrr en hann hefur laugað sig í undirtexta þeirra, bundinn líkt og Ódysseifur við skipsmastur hins óræða.

Höfundur hefur þegar getið sér gott orð fyrir lævísleg orðspjót sem lénsherra á blogginu armannjakobsson.blogspot.com, sem stendur í órofa sambandi við bókina.

Bókin verður fáanleg í helstu bókaverslunun frá og með föstudegi gegn sanngjörnu verði, en útgáfa hennar er einkum hugsuð höfundi sjálfum og velunnurum hans til skemmtunar.

Engin ummæli: