þriðjudagur, janúar 02, 2007

Vera & Linus fær lofsamlegan dóm hjá SPD Books


Á heimasíðu dreifingarfyrirtækisins Small Press Distribution er að finna síðu þar sem starfsfólk velur sínar uppáhaldsbækur og fjallar stuttlega um þær. Neil Alger fjallar þar nú um bókina Vera & Linus eftir Jesse Ball og Þórdísi Björnsdóttur sem út kom hjá Nýhil árið 2006. Alger segir í lok dómsins: "In short, one of the best things I’ve read in a really long time." En gagnlegast er þó að lesa dóminn í heild sinni hér og síðan að kaupa bókina hér.
Eins vill Nýhil vekja athygli landsmanna á kveðskap eða prósa eftir þau sömu skötuhjú sem birtist í opnuauglýsingu frá Landsbankanum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á gamlársdag, en skoða má pdf af Fréttablaðinu þann dag hér og fletta upp á síðum 14-15.

Engin ummæli: