þriðjudagur, janúar 23, 2007

Þorra-Nýhill í Stúdentakjallaranum


Nýhil þreyir Þorrann líkt og aðrir landsmenn. Á upplestrarkvöldi nk. fimmtudagskvöld í Stúdentakjallaranum munu nokkrir súrsaðir og sviðnir Nýhils-ljóðakjammar leika fyrir miklum ljóðrænum Hrunadansi, ásamt eldri ungskáldum.

Á kvöldinu koma fram ungir og kynþokkafullir talentar sem hafa sjaldan eða aldrei komið fram undir merkjum Nýhils og því er full ástæða fyrir kresin ljóðafól að mæta með lonnéttur, stigablað og loftvog.

Hrútspungarnir eru:

* Gísli Hvanndal Ólafsson
* Þórdís Björnsdóttir
* Ingólfur Gíslason
* Una Björk Sigurðardóttir
* Örvar Þóreyjarson Smárason
* Björk Þorgrímsdóttir

Staður: Stúdentakjallarinn v. Hringbraut
Tími: fimmtudagskvöldið 25. janúar kl. 20:30

Engin ummæli: