fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Gefins bækur í Nýhil!


Nú er Nýhillinn þinn í góðu skapi og þegar hann er í góðu skapi, þá gefur hann bækur!

Í bókaverslun Nýhils, að Klapparstíg 25 (sama húsi og Elvis og Smekkleysa), fæst nú frí bók með hverjum tveimur keyptum bókum. Þegar þú kaupir tvær bækur færðu því eina bók til viðbótar, já eða kaupbótar, þér að kostnaðarlausu. Rosalega sniðugt! Vitanlega er borgað fyrir dýrari bækurnar og er alger óþarfi að fela það í smáu neðanmálsletri; þetta ættum við öll að vera farin að vita.

Í stuttu máli og einföldu: ‘3fyrir2’ útsala í Nýhil.
Á útsölunni eru allir Nýhilstitlar frá fæðingu þessa litla útgáfurisa og mikið úrval bókmennta frá Útlandinu.
– Kauptu t.d. 3 litlar og sætar bækur á 1000 kr.
– Kauptu 3 Norræn bókmenntaverk á 2000 kr.
– Fáðu alla 3 Nýhilnóvelana sem gefnir voru út fyrir jól, á mun ódýrara verði en annars staðar þekkist.
– Hvað sem þú gerir, ekki láta þetta frábæra tilboð fram hjá þér fara!

Engin ummæli: