föstudagur, febrúar 02, 2007

Veru og Linus enn hampað! Og það erlendis!


Hinni myrka og magnþrungna prósasafni Jesse Balls og Þórdísar Björnsdóttur, Vera & Linus, er hampað í hástert á vefsíðum hins virta óháða bókmenntatímarits Rain Taxi. Ritdóminn skrifar Laird Hunt, og segir Veru & Linus 'a great success' en óþarft er að vitna í smáatriðum í dóminn þar eð hann má auðveldlega nálgast hér:
http://www.raintaxi.com/online/2006winter/ball.shtml

Þá vill Nýhil minna á að sjálft Morgunblaðið birti snemma á þessu ári (laugardaginn 6. janúar) afar lofsamlegan og ítarlega ritdóm í Lesbók sinni skrifaðan af Birni Þór Vilhjálmssyni, undir titlinum 'Vellíðunarlögmálið allsráðandi'. Þar segir m.a.:

„Skáldverkið um Veru og Línus er ekki
hefðbundið og lestur þess krefst ákveðinnar
þolinmæði sem og opins hugarfars gagnvart
tilraunakenndum aðferðum við textasmíðar.
… það sem gerir lesturinn
athyglisverðan og heldur lesandanum við efnið
er rík sköpunargáfa og sægur af óvæntum
myndum og hugmyndatengingum.
… listaverkið er ekki búið til svo að
neytandanum líki vel við það. Það ögrar og
ræðst á neytandann og neyðir hann, ef allt
lukkast vel, til að grípa til ofbeldis á móti.“

Verið ekki lurar og kaupið Veru og Linus hér.

Engin ummæli: