mánudagur, júní 19, 2006

Ný sending í Nýhil-búð!

Kæru vinir, nær og fjær,
Nýhil tilkynnir hér með um nýja sendingu í Ljóðabókaverslun sína! Um er að ræða það sjóðheitasta og besta frá kanadíska ljóðaútgáfuframverðinum Coach House Press, og innifelur höfunda á borð við Christan Bök, Angelu Rawlings, bp Nichol, Sylviu Legris, Bruce Andrews, Derek Beaulieu og Jon-Paul Fiorentino. Bækurnar eru allar hóflega verðlagðar og bíða þess eins að rata í hendur opinmynntra ljóðaunnenda.
Ykkar,
Nýhil

Engin ummæli: