fimmtudagur, júní 22, 2006

Lata stelpan

„Hitaveiturörin á veggnum gefa frá sér lágt, vinalegt suð og himneskan yl. Lötu stelpuna langar engan veginn að yfirgefa þessa tvo vingjarnlegu menn og rólegt andrúmsloftið. “ Svo segir í greinarkorni á hinu stórfína vefriti Lata Stelpan um yndislegustu bókabúð höfuðborgarsvæðisins, Ljóðabókaverzlun Nýhils í Kjörgarði (vingjarnlegu mennirnir eru Örvar Þór. Smár. og Þór St. Einarsson). Greinarkornið má lesa með því að smella hér. Lesendur eru þó beðnir um að vara sig á fullyrðingum um að Örvar Þóreyjarson Smárason, verzlunarstjóri, sé innkaupastjóri. Sjálfsagt má kenna gömlum þrjótsskap Örvars um þessa misfellu í framvindu sögunnar.

Engin ummæli: