miðvikudagur, maí 09, 2007

Money, money!


Fimmtudaginn næstkomandi (10. maí) afhendir útgáfuforlagið Nýhil
Mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes –
Nóttin er blá, mamma eftir Óttar M. Norðfjörð. Fer afhendingin fram í
húsakynnum Mæðrastyrksnefndar að Hátúni 12 og hefst klukkan 15:00.

Hannes – Nóttin er blá, mamma er 1. bindi í ævisögu Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar. Hún kom út fyrir síðustu jól og sat í
margar vikur í efsta sæti metsölulista Eymundsson og varð jafnframt
ein mest selda bók ársins. Ágóði af sölu bókarinnar reyndist rúmlega
300.000 kr.

Von er á 2. bindi ævisögu Hannesar, Hólmsteinn, 1. nóvember 2007 og
mun allur ágóði hennar einnig renna til nefndarinnar.

Frekari upplýsingar veitir Óttar M. Norðfjörð í síma 866-9276,
netfang ottarmn@gmail.com

Engin ummæli: