miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Barkakýli úr tré

Út er komin ljóðabókin Barkakýli úr tré eftir Þorstein Guðmundsson grínista og rithöfund. Í henni er að finna yfir 100 einföld og stutt ljóð í anda þess fáránleika og þeirrar undirfurðulegu sýnar á hversdaginn sem hann er þekktur fyrir. Viðfangsefni Þorsteins eru margvísleg, allt frá Napóleon til Vinstri-grænna, frá bensínafgreiðslumönnum til gamla mannsins sem stofnaði Garðabæ. Bókin er kilja í vasabókarbroti og fæst í nokkrum vel völdum verslunum á stór-Reykjavíkursvæðinu og á þeim dreifbýlisstöðum sem teljast þess virði að bjóða upp á ljóð en hana má einnig nálgast með því að senda skáldinu sjálfu vinsamlegt sendibréf. Verð bókarinnar er 1.890 kr. Útgefandi er Nýhil og Eiríkur Örn Norðdahl ljóðskáld ritar formála.

Engin ummæli: