mánudagur, apríl 03, 2006

Fyrsti apríl - Nýhil drukknar í pöntunum!

The first of April, some do say,
Is set apart for All Fools' Day.
But why the people call it so,
Nor I, nor they themselves do know.
But on this day are people sent
On purpose for pure merriment.


úr Poor Robin's Almanac frá árinu 1790

Menn hafa velt fyrir sér uppruna gabbhefðar fyrsta apríl næstum því jafn lengi og menn hafa stunda göbbin. Samkvæmt áreiðanlegustu upplýsingum Nýhil var fyrsta aprílgabbið þegar einhver tók sig til og flutti sjálf áramótin frá 1. apríl til 1. janúar, og olli það að sögn miklum ruglingi.

Hinir allra glöggustu, glámskyggnustu, gerustu og bestsamansettu lesendur Nýhilbloggsins hafa sjálfsagt séð í gegnum aprílgabbið með ljóðabók Tandra Árdál, Ítalskar nætur, en það breytir því þó ekki að þá tvo sólarhringa sem gabbið fékk að standa óleiðrétt rigndi inn pöntunum fyrir bókina. Nýhil biður þá sem létu gabbast forláts en flissar í kragann.

Engin ummæli: