laugardagur, október 13, 2007

Lars Skinnebach fangað með kyndlum og heykvíslum


Ljóð Lars Skinnebachs, „Lestu mig. Ég er með stór brjóst“ sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur um síðustu helgi, hefur vakið mikla gleði hjá landsmönnum. Harpa Hreinsdóttir, bloggari, segir ljóði ekki vera „kvæði fyrir fimm aura“ heldur sé það, þvert á móti, „viðbjóðslegt klám“. Færsluna má lesa í heild sinni hér:
http://harpa.blogg.is/2007-10-06/velsaemi-og-list-og-list/
Ykkar,
Nýhil

fimmtudagur, október 11, 2007

Upplestur á Súfistanum á laugardag

Í tilefni af þriðju alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils og væntanlegri bókaútgáfu skáldahópsins, er blásið til upplestrarveislu klukkan 15 nk. laugardag – herlegheitin fara fram á Súfistanum í bókabúð Máls og menningar Laugavegi. Þar munu tveir gesta hátíðarinnar, Angela Rawlings og Linh Dinh koma fram, auk þess sem Nýhilskáldin Eiríkur Örn Norðdahl, Gísli Hvanndal og Ingólfur Gíslason lesa upp úr verkum sínum, sem koma út innan skamms. Með kaffinu verður því boðið upp á ljóð og prósa í hæsta gæðaflokki, íslensku jafnt sem útlenskuna og að sjálfsögðu bækur með sérstökum afslætti. Að venju verður enginn svikinn af frumleika og skemmtun þegar Nýhil er annars vegar.

mánudagur, október 08, 2007

Gestur ljóðahátíðar: Angela Rawlings

Angela Rawlings er kanadískt ljóðskáld og fjöllistakona. Hún hlaut bpNichol-verðlaunin fyrir framúrskarandi skrif árið 2001 og hefur haft viðkom víða, þar á meðal hjá Mercury-útgáfunni, Lexiconjury Reading Series, Gargantua-leikhúsinu og í sjónvarpsþáttaröðinni Heart of a Poet. Hún hefur leiðbeint í starfshópum um texta og hljóð í borgarbókasafni Toronto, terminus1525.ca og við Ryerson-háskóla.
Angela ritstýrði safnritinu Shift & Switch: New Canadian Poetry ásamt derek beaulieu og Jason Christie, sem út kom hjá Mercury árið 2005. Fyrsta bók hennar var Wide slumber for lepidopterists, sem út kom hjá Coach House Books árið 2006 og var útnefnd ein af 100 bestu bókum ársins af The Globe and Mail. Bókin sú hlaut ennfremur Alcuinhönnunarverðlaunin og var tilnefnd til Gerald Lampert minningarverðlaunanna. Víður lúr var nýlega þýdd yfir á leikhúsfjalir fyrir leikhúsverkefnið Harbourfront Centre’s Hatch í Toronto.
Angela stundar um þessar mundir rannsóknir á hljóði, texta og hreyfingu með sérstaka áherslu á spuna raddar og snertingar sem hljóðræna vistfræði. Hún býr í Toronto.

„Ljóðlist a.rawlings er af öðru tagi en við erum vön. Nautnum hlaðin frumraun hennar, Víður lúr fyrir fiðrildafræðinga, örvar ekki bara umfjöllunarefni sitt heldur og sjálfan textann, vekur hann – hristir hann á stundum - upp úr geispandi syfjunni. Orðin rísa og hníga, ganga í svefni og hneppa í dá á meðan samspil þagnar og hljóms heldur lesandanum naglföstum við efnið.“
– Wanda O’Connor, Ottawa Xpress, apríl 2006.

* MYNDIR af Angelu í prenthæfri upplausn:
http://www.nyhil.org/images/angela_1.jpg
http://www.nyhil.org/images/angela_2.jpg

* ÞÝÐINGAR á verkum Angelu:
Úr "Víður lúr fyrir fiðrildafræðinga"
"Þvagleki"

* HLJÓÐALJÓÐ eftir Angelu í MP3-formi:
"Prologue" (1:22)

"Egg O Insomnia" (5:39)

"Apnea" (2:46)

þriðjudagur, október 02, 2007

Dagskrá 3ju alþjóðlegu ljóðahátíðar Nýhils

3ja alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils - drög að dagskrá:


FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER

20:30 Þjóðleikhúskjallarinn: Fyrra ljóðapartí
Kynnir: Ásmundur Ásmundsson


LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER

15:00 Súfistinn, bókaverslun M&M, Laugavegi 18: Upplestur

20:30 Þjóðleikhúskjallarinn: Seinna Ljóðapartí
Kynnir: Ingibjörg Magnadóttir


SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER

13:00-14:40 Norræna húsið: Málþing um ljóðlist
„How unpoetic it was“ | „En hvað það var óskáldlegt“
Umræðum stýrir Birna Bjarnadóttir

15:00-16:40 Norræna húsið: Málþing um ljóðlist
„Taking Aim at the Heart of the Present” | „Ör í hjarta samtímans“
Umræðum stýrir Benedikt Hjartarson

Nýjustu fregnir af Ljóðahátíð - katalógur, dagskrá, nýjar þýðingar


Dagskrá ljóðahátíðar er farin að taka á sig mynd og má nú hlaða niður PDF-skjali af katalóg hátíðarinnar hér.

Dagskráin er svo á laufléttri jpg-mynd hér, og á textaformi í færslunni hér að ofan.

Marta Guðrún Jóhannesdóttir fjallaði um nokkra gesti ljóðahátíðar í útvarpsþætti sínum Seiður og hélog á Rás 1 síðastliðinn sunnudag, og skal mælt með áhlustun hans af mikilli geðshræringu, hér.

Tregawöttin, hinn dyggi fjölbiðill ljóðahátíðar Nýhils, standa vaktina og bæta grimmt í sarp þýðinga á verkum eftir gesti hátíðarinnar. Nýjustu aðföng eru ljóðið „Á morgun eru kerfin aftur til“ eftir Lars Skinnebach og brot úr Víðum lúr fyrir fiðrildafræðinga eftir Angelu Rawlings.

Þá skal minnt á að til að sjá allt ljóðahátíðar-tengt efni á Tregawöttum nægir að smella hér.