föstudagur, febrúar 20, 2009

Götuljóðapartí


Í tilefni af 48 ára afmæli þjóðnýtingar í Kúbu býður Nýhil upp á alþýðulegt og fjölskylduvænt andrúmsloft á Lækjartorgi 21. febrúar klukkan 22:00

Fjölmörg skáld og skemmtiatriði.


NÝHIL!

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

manífestó - nýhil þegir!

Of lengi hafa listamenn neitað að nýta þögnina á skapandi hátt.

Við lifum í samfélagi þar sem þögninni er í vaxandi mæli ógnað

Hávaði er að breyta umhverfinu!

Orð eru eins og verstu þungavinnuvélar, diskótek opið allan sólarhringinn, vændishús á götuhorni með hljóðkerfi sem magnar stunurnar.

Orð eru pyntingar með merkingar og meiningar. Sársauki sem hugurinn þarf að túlka stanslaust.

Maðurinn getur einungis skapað í þögn. Maðurinn getur einungis hugsað án áreitis. Ljóð sem hávaði sinna hvorugum þörfum.

Hávaði hefur ekki listrænt gildi heldur er notaður af hinu kapítalíska hagkerfi til að merkja sér svæði. Borgir hafa sín sérstöku umhverfishljóð. Barir hækka hljóðin í botn til að fólk finni þörf hjá sér til að kaupa meira áfengi.

Nýhil neitar að vera með læti til að vera með læti, hávaði er andfélagslegur, rokkið sundrar, þögnin sameinar.

Tónlistin náði fullkomnun sinni í verkinu 4'33 eftir John Cage.

Ljóðið nær fullkomnun sinni í tómri stílabók.

Leikhús er gervilegt, en í þögninni myndast oftast dramatískustu augnablikin og það er þá sem við uppgötum galdur leikhússins - ekki í öskrum og látum ofleikaranna.

Þögnin kemst næst guðdóminum rétt eins og fullnægingin. Enginn getur kannað fullnægingu. Enginn getur mælt guðdóminn. Enginn getur rannsakað þögnina.

nýhil er hætt að öskra

nýhil þegir af listrænum metnaði

miðvikudagur, febrúar 04, 2009

Stefnuyfirlýsing (gjörðir ekki orð)

MANÍFESTÓ - SAMEINUM FRAMÚRSTEFNUSKÁLD AF MILLISTÉTT


Christian Bök, Valur B. Antonsson og Eiríkur Örn á ljóðahátíð Nýhils um árið

Við krefjum sameiningu framúrstefnuskálda

Við krefjumst sameiningu millistéttarinnar í skáldaheiminum

Við krefjumst styrkja til að brauðfæða skáldin okkar

Einungis skáld sem hægt er að skilgreina sem framúrstefnuskáld af millistétt mega vera hluti af hópnum

Einungis skáld innan hópsins mega hafa áhrif á ákvörðunartöku innan hans.

Við krefjumst þess að skáld sem misnotuðu Nýhil til eigin framdráttar og hafa yfirgefið hópinn, eins og til dæmis Ármann Jakobsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Steinar Bragi og Þorsteinn Guðmundsson borgi Nýhil tíund.

Það er skylda hvers skálds að skrifa ljóð og stafla bókum á lager Nýhils fyrir Nýhil!

Ríkið verður að endurbyggja menntunarkerfið. Það er fáránlegt að bækur Nýhils séu ekki allar kenndar á öllum skólastigum.

Nýhil er miðstýrt. Leiðtogar Nýhils verða að lofa því að vera tilbúnir til að fórna lífi sínu fyrir Nýhil.


AF LJÓÐAHÁTÍÐ NÝHILS: Kristín Svava Tómasdóttir les ljóð með aðstoð gjallarhorns Nýhils. Jón Örn Loðmfjörð hlustar.

Lögmál Nýhiljar

Fyrsta boðorð: Félagið heitir Nýhil.

Annað boðorð
: Félagið er stofnað til þess að leggja stund á skáldskap. Skulu félagsmenn yrkja svo mörg kvæði og góð, sem þeim er frekast unnt.

Þriðja boðorð
: Í stjórn félagsins eru allir meðlimir.

Fjórða boðorð
: Félagið heldur fund einu sinni í viku eða því sem næst. Á fundum lesa menn upp kvæði sín, og er hver þeirra skyldur að koma með eitthvað nýtt á hvern fund. Geti einhver félagsmaður ekki mætt á fund, er hann skyldur að senda skriflega afsökun ásamt kvæði eða stöku. Ennfremur skal farið í skóginn, þegar hann er fagur og ástæður leyfa.

Fimmta boðorð
: Á fundum félagsins skal jafnan drukkið kaffi. Ennfremur skulu er ástæður leyfa kneyfð vín svá sem: Viðeyjarvín, Portborgarvín eður Rínarvín. Þá drekka bindindismenn Vormjöð eða því um líkt. Sterkir drykkir eru ekki leyfðir nema Konjakk. Af fagurfræðilegum ástæðum er bjórdrykkja eigi leyfð á fundum.

Sjötta boðorð
: Félagið skal eignast samnefnt vínblöndunarker.

Sjöunda boðorð
: Félagið skal eiga tvær gerðarbækur, skal hin meiri heita Ruslakista. Skulu í hana skráð kvæði, er meiri hluti félagsmanna ákveður. Hin minni skal heita Gullkistill, skulu í hana letruð kvæði þau, er félagsmenn telja einróma til þess fallin.

Áttunda boðorð
: Til þess að fá inngöngu í félagið þarf samþykki allra félagsmanna. Ennfremur skal umsækjandinn botna vísu, er félagsmenn fá honum, svo sæmilegt sé að þeirra dómi.

Níunda boðorð
: Nýkjörnir félagsmenn eru skyldir á fyrsta fundi, er þeir sitja, að veita félagsmönnum, þó ekki meira en nemur 1/2 krónu á nef hvert.

Tíunda boðorð
: Allir félagsmenn skulu hafa dulnefni.

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

MANÍFESTÓ

Nýhil er klíkumyndun, peppbandalag, félagsskapur

List mín okkar er ekki pólitískt áróðurstæki.

List okkar stendur ekki kyr. List mín seur ekki kyrListmíendur ekkikyrList mín stendukki kyrListmín stendur ekki kyrList mín stendur irList mín stenduk kyrLis mín stendur ekki kyrist mín stendkki kyris msten ekkyrLi n stendur ekki kyrList stendur ekki kyrListín steur ekyrList míendur ekkLisín sendur ekki kyrrrrrList okkar stendur ekki kyr.

List okkar er ekki fáorð, heldur margorð.
Margorð í blogginu.
Margorð en tekur engu að síður fyrir kjarnann.
Margorð um grundvallarsjónarmið.
Margorð og kurteislega orðuð.

Við viljum fá að vera með í glötuðu partíi.

“hleypið okkur inn – verið ekki svona leiðinlegir – við viljum vera með!”

Ekki nota orðin til að lofa með. Notið þau til að hugsa með.

Hérna er lag sem allir geta sungið með:

بيان السياسة بل تصبح هي كلمة امرأة فريدة مع المادة. وقال بيان السياسة هو nýhil. nýhil هو كلمة امرأة فريدة مع المادة. nýhil هو بيان السياسة. تعتزم الادارة nýhilisti المصلين ولا أي شيء قد انتهى من محتواها, وتحمل لسعيد بفكرة المصلين وهو غائب نفرح له Spin naughts من حيث عجلات إحدى العربات او جواريف على مروحية nýhilisti أغلب سرور أن المركز هو أن.



Ljóð okkar eru ekki getnaður heldur furðulegur kynsjúkdómur.

Nýhil er fyrst og fremst fyrir upphrópanir og framúrstefnu. Við erum öðruvísi en annað fólk.

VIð ítrekum samt beðni um að fá að vera með í partíinu. Við erum skemmtilegir.


Stefnuyfirlýsing Nýhils í ljósi stjórnarbyltingar


Stefnuyfirlýsingin er og verður kvenkyns orð í eintölu með ákveðnum greini. Stefnuyfirlýsingin er Nýhil. Nýhil er kvenkyns orð í eintölu með ákveðnum greini. Nýhil er stefnuyfirlýsingin.

Nýhilistar ætla söfnuðinum enga stjórn, ekkert yfir og ekkert undir, heldur fagna hugmyndinni um söfnuðinn sem fjarverandi miðju, fagna því að hringsnúast um ekkert, eins og hjól á vagni eða spaðar á þyrlu, Nýhilistar eru fegnastir því að miðjan er gat.

Nýhil er klúbbur sem stofnaður hefur verið í Berlín og hægt er að ganga í án allra skuldbindinga. Nýhil er ekki yfirskin fyrir framapot nokkurra bókmenntamanna (eins og fjandmenn okkar vilja telja ykkur trú um).

Við höfum afráðið að sameina margvíslega starfsemi okkar undir heitinu Nýhil. Við fundum Nýhil, við erum Nýhil og við höfum Nýhil. Nýhil fannst í orðabók, það merkir ekki neitt.

Nýhil er aðal og innan Nýhil er Eiríkur aðal. Og hann er líka besti vinur aðal.

Kári Páll er meðal þeirra sem lesa. Kári er af fátæku fólki kominn.

Alvörugefnir, alvörugefnir, alvörugefnir fram í rauðan dauðann!

Hildur Lilliendahl er klækjakvendið sem giftist Paul til þess að hafa alla peningana af honum.

Valur Brynjar skilur meginmuninn á hugtökunum verund og engu.

Styrkur okkar á rætur að rekja til menningar okkar og baráttu okkar við náttúruöflin.

Kristín Svava er fær um að leysa úr læðingi óvænta orku í tungumálinu

Anna Björk er gift Tómasi A. Holton kennara og eiga þau tvö börn. Kærastinn hennar heitir Elí Már.

Marta Guðrún er algjört yndi, óhrædd við að segja skoðanir sínar, skemmtileg, fyndin og ótrúlega krúttleg.

Nýhil er afleiðing þess að troða fjörutíu sardínudósum í eina.

Steinar Bragi er 26 ára, og hefur áður gefið út ljóðabækurnar Svarthol, og Augnkúluvökvi, auk skáldsögunnar Turninn. Steinar minnir á bítskáldin.

Jón Bjarki er fínn strákur en dálítið öfgakenndur í skoðunum og vildi bara fá að vaða áfram með allt sem hann heyrði utan að sér hvort sem það var staðfest eða ekki. Hann er ungur og á vonandi eftir að læra.

Miðráð Nýhils beitir sér fyrir tafarlausum reglusetningum um öll kynferðisleg sambönd í samræmi við hin alþjóðlegu Nýhilísku viðhorf, með stofnun Nýhilískrar kynferðismiðstöðvar.

Haukur Már er 22 ára ungur maður, uppalinn í Hafnarfirði. Hann á afmæli 4. júlí og verður því 23 ára á þessu ári.

Óttar Martin talar tékknesku og honum þykir skemmtilegast að baka pizzur á Eldsmiðjunni.

Ingólfur er fílabeinsturnamarmarastyttulagðurvinstrifrík, þessi jól verða vændisjól.

Nýhil er ekki í andstöðu, eða öðrum stellingum, ýmist kenndum við móðurlíf eða hegra.

Þórdís er bara að verða hálf þrítug með engan kærasta, enga peninga og engan almennilegan starfsferil.

Gísli Hvanndal er tvítugur ólafsfirðingur en hann var valinn besti söngvari músíktilrauna árið 2000, þá aðeins 15 ára gamall.

imma er alltaf rifast. ég nenni ekki þessa imma rifast i siður min.

Nýhil er Kristín Eiríksdóttir. Kristín Eiríksdóttir er öðruvísi en ég. Kristín Eiríksdóttir er ugluauga í rafi og lifandi trjákvoða.

Vinsamlegast fjarlægið nafn mitt af þessari yfirlýsingu. Eða takið afleiðingunum. Mér er sama.

Offi er býsna brattur fýr / bestur er hann sefur. / Setur oft í góðan gír / glaður er sá refur.

Loðmfjörð er íslenskt millinafn.

Vinsamlegast fjarlægið nafn mitt.

Og hálfur Fransiskus hlær og hlær!

Díalektíkin er smellin maskína sem fær okkur, með ómerkilegum aðferðum, til að aðhyllast skoðanir sem við myndum ætíð hafa aðhyllst hvort eð væri. Öll síun af þessu tagi er sykurhúðuð ræpa.

Nýhil biðst afsökunar á því hversu illa hann hefur komið fram við innflytjendur - hunsaði þá í útgáfu sinni og leyfði allt of fáum að sinna ábyrgðarstöðum.

Nýhil heimstyrjöld og enginn endir, Nýhil bylting og ekkert upphaf. Hvernig öðlast maður himneska sælu? Með því að segja Nýhil. Hvernig verður maður frægur? Með því að segja Nýhil.

Nýhil sér enga ástæðu til að skammast sín fyrir líkamslykt sína, en drekkir henni þó í ilmvötnum og rakspírum og skrúbbar hana burt með sturtu og baðferðum, oft á dag. Við skulum ekki rugla saman almennu hreinlæti og skömm.

Gegn hinni fagurfræðilegu-siðfræðilegu íhugun! Gegn heimsbótakenningum bókmenntalegra þöngulhausa!

Nýhil er pínu spes, ekki fyrir alla allavega.

Nýhil er heiður og ánægja. Nýhil er sjálfseignarstofnun undir beinni stjórn ungra, starfandi rithöfunda. Nýhil er rithöfundaforlag og hefur þann tilgang að stuðla að vexti og viðgangi nýsköpunar í íslenskum bókmenntum.

Nýhil er eini sparisjóðurinn sem borgar vexti að eilífu. Nýhil tvöfaldar tekjur ykkar. Leggið fé ykkar í Nýhil! Nýhil er félag ungra ljóðskálda sem hefur vakið athygli með nýstárlegum ljóðaupplestrum.

Heilög jómfrú var Nýhilisti á sínum tíma.

Fjarlægið nafn mitt af þessari yfirlýsingu, annars hringi ég í lögfræðing.

Nýhil skolar burt hræjum Medúsu úr íslenskri menningu, hræjum fyndnu kynslóðarinnar og aflóga líkum atómskáldanna, gegnvotum af formalíni. Nýhil kryfur lík Nýhilista og fleygir innyflum þeirra blóðugum í sorpkvarnir. Fyrir okkar daga var orðsins list ekki til.

Nýhil kvartar til menntamálaráðherra, stöðugt, ítrekað: ENIGA MENIGA! VIÐ VILJUM MEIRI PENINGA!!!

Við lýsum yfir andstöðu gervalls algeimsins við þessa rotnu lekandasól sem komin er úr verksmiðjum heimspekilegrar hugsunar og harðvítugri baráttu með öllum tiltækum aðferðum hins Nýhilíska viðbjóðs.

Ekki verða skrifuð fleiri manifestó í nafni Nýhil. Þeir sem birta manifestó í nafni Nýhil verða sóttir til saka á grundvelli höfundarréttarlaga.

Fjarlægið nafn mitt.

Nýhil er búið.