miðvikudagur, nóvember 11, 2009

mánudagur, nóvember 09, 2009

open mic: blame canada

open mic á facebook


Á Næsta bar fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 21:00 verður open-mic. [sjá mynd]

Allir velkomnir!

open mic á facebook

laugardagur, nóvember 07, 2009

10Þ TW – FIMMTA TÖLUBLAÐ: mbfr.is


Nýhil og Tíu þúsund tregawött kynna – samanskroppin af skömm, en tilneydd, kúguð, lömuð af ótta og í allan stað miður sín:

Bókverk? Ljóð? Vefur? Moggablogg? 5. tölublað Tíu þúsund tregawatta? Readymade? Myndlist? Myndbandsljóð og ljóðamyndband? Margmiðlunargagnkvæmisaðilavettvangur? Óforskömmuð auglýsing og staðgengill fyrir lamað Morgunblað? Mbfr er allt þetta, allt annað og allt sem þú getur látið þér detta í hug, allt sem aðrir geta látið sér detta í hug – til dæmis kunningjar þínir, flóttamenn á vergangi, vörubílstjórar, rakarar, Bragi í Bókavörðunni, Halldór Kiljan Laxness, Barack Obama, Sjálfstæðar konur og Birgitta Haukdal (hvar er hún nú?). Og allir koma við sögu – ekkert er mbfr svo óviðkomandi að mbfr dýfi sér ekki óhrætt (kjarkað! óttalaust! sigurboginn! grillhúsgögn! húrra!) ofan í sorapollinn og fletti af honum gubbhulunni! Frjálst og óháð! Þorir þegar aðrir deyja!

Mbfr er listaverk (ógleymanlegt! þjóðardjásn!) eftir Eirík Örn Norðdahl og Jón Örn Loðmfjörð (þeir eru æði, fáránlega hæfileikaríkir!). Það er ókeypis inn (kostar ekki neitt!) og til athugunar, skoðunar, umhugsunar á mbfr.tregawott.net. Allir eru velkomnir! Engin manneskja er ólögleg!

Höfundar vilja þakka Stefáni Friðriki Stefánssyni, Davíð Oddssyni og vefururum og útlitshönnuðum mbl.is fyrir auðsýndan stuðning (ha? auðsýndan stuðning), sem og auglýsendum (ha? auglýsendum?).

föstudagur, nóvember 06, 2009

Svona eiga prinsessur að vera

Útgáfurisinn Forlagið hefur undanfarið smalað ungum stúlkum útí horn og þröngvað upp á þær illa föndruðum kórónum með pappaglingri og drasli. Það virðist henta vel markaðstaktík Forlagsins að halda í úrsérgengnar staðalímyndir. Í fyrra hélt forlagið sérstakan konudag þar sem afsláttur var veittur af megrunardrykk og bókum um fegurðardrottningar. Prinsessur verða að drottningum sem geta keypt bækur síðar.

Það gleður því Nýhil sérstaklega að sjá unga stúlku afþakka bullið í stórfyrirtækinu og gefa því bara puttann. „Svona eiga prinsessur að vera.“

sunnudagur, nóvember 01, 2009

Impromptu Series: Reykjavík Writing Workshop


Nýhilistinn, skáldið og kandamaðurinn Angela Rawlings býður öllum áhugasömum á annað Impromptu Series: Reykjavík Writing Workshop kvöld 27. október í JL- húsinu. [sjá kort hér]

Spontaneity meets creativity!

After the wild success of the first writing workshop on October 27, 2009, and in association with Nýhil, I invite you to join me for the next one.

I'm a Canadian writer currently living in Reykjavík while I research and write my next book. I have two more weeks' stay in this fine city, and would love to share some of my favourite writing exercises with enthusiastic folks.

Since 2003, I have run creative writing workshops. I favour non-traditional writing exercises and games that emphasize unleashing our inherent creativity, playing with language in unusual and boundary-expanding ways, and raising awareness around our writing habits and values.I also perform frequently, and have an extensive background organizing events. The last few years I have run the Impromptu Series, where I arrange last-minute events (with usually 24 hours' notice). Impromptus have appeared in Canada and Belgium; this is the second time I offer an Impromptu in Iceland, and I would love to invite you to join me!

The first workshop featured automatic writing, erasure poetry, and collaborative cut-up exercises. This second workshop will feature a different selection of writing games. All are welcome to attend.

*** We'll be generating all new work, so feel no pressure to bring along texts you've already penned.
*** Any level of writing experience is welcome... whether you tend to only write grocery lists or if you've published three novels.
*** Please bring your favourite pen/pencil and paper.
*** Bring a drink/snack if you'd like.
*** Workshop is free, though donations are appreciated.

If you need directions or have any questions, feel free to ring me (angela) at 857-7342.