sunnudagur, apríl 12, 2009

Sittúasjónin er revúlúsjóner:
Michael Hardt og Antonio Negri



Í lok hátíða líta börnin á dagatalið og telja hversu margir dagar eru til næsta tyllidags. Nú á páskadag (gleðilega hátíð!) tilkynnir Nýhil að ekki séu nema sex vikur eða 44 dagar til viðburðar sem svo sannarlega verður tilefni til að gleðjast yfir.


26. maí 2009 verða Nýhil o.fl. með sérstakan atburð.

Michael Hardt og Antonio Negri, höfundar bókanna Empire og Multitude, tala um fjármagnskreppur, andóf og möguleikann á lýðræðislegum kommúnisma í nánustu framtíð. Ómissandi tækifæri til að hlýða á fremstu hugsuði samtímans á sviði gagnrýnna samfélagsvísinda. Boðið verður upp á fyrirspurnir og búast má við að nýju ljósi verði varpað á atburði vetrarins hér á landi. Aðgangur ókeypis og allir hvattir til að mæta!

Meira um þetta síðar. Fylgist með hér eða á facebook.